LOTUBUNDIN UPPKÖST

Hope starts here

Hvað er CVS Lotubundin uppköst

Cyclic vomiting syndrome eða cyclical vomiting syndrome (CVS) er krónískur sjúkdómur sem hefur óþekkt/óútskýrð upptök sem lýsa sér með endurteknum köstum af ógleði, uppköstum, verkjum í maga, höfuðverk eða mígreni og gríðarlegri líkamlegri þreytu án augljósrar ástæðu. Í um það bil 25% tilfella hafa sjúklingar einnig taugasjúkdóm (cyclic vomiting syndrome plus). Lengi var talið að CVS væri einungis barnasjúkdómur en nú er vitað að sjúkdómurinn leggst einnig á fullorðna. Í mörgum tilfellum byrja einkenni að koma fram í barnæsku og halda áfram fram á fullorðinsár en einnig er áunnið CVS sem kemur fyrst fram á fullorðinsárum.

Uppköst eiga sér stað reglulega yfir klukkutíma eða daga. Sjúklingur getur fengið 1 til 70 köst á ári en meðaltalið er um 12 köst á ári. Sjúklingar eru oftast heilbrigðir og einkennalausir á milli kasta; köst hafa “af-á” mynstur. Um helmingur þeirra sem þjást af CVS sýna reglulegt mynstur í köstum með venjulegri heilsu á milli þeirra. Köstin eiga það til að vera mjög svipuð í hvert skipti varðandi einkenni og lengd. Á meðal þeirra sem þjást af CVS er algengt að það sé fjölskyldusaga af mígreni og/eða ferðaveiki.

CVS kast hefur fjögur stig:

  1. The inter-episode phase, tíminn á milli kasta þegar sjúklingur hefur lítil eða engin einkenni.
  2. The prodrome phase, þegar sjúklingi finnst kast vera að skella á.
  3. The emetic phase, kast byrjað og einkennist af verulegri ógleði sem linnir ekki, endurteknum uppköstum og fleiru.
  4. The recovery phase, byrjar með að uppköstum linnir og endar með að líkamlegur styrkur og matarlyst verða aftur eðlileg.

Einkenni CVS kasta

  • Verulega mikil og endalaus ógleði
  • Endurtekin uppköst 5-6 sinnum á klst eða meira.
  • Sjúklingur kúgast mikið
  • Fölleiki
  • Vægur hiti
  • Höfuðverkur
  • Verkir í kviðarholi
  • Niðurgangur
  • Sljóleiki
  • Svimi
  • Breytt eða óvanaleg hegðun
  • Aukin munnvatnsmyndun
  • Þorsti
  • Ofþornun
  • Blóðug uppköst
  • Veikleiki
  • Sjóntruflanir
  • Þreyta
  • Einkennum gæti fylgt þrálátar bað og sturtuferðir

Triggers/Valdar/Kveikur

Hjá flestum sjúklingum er ekki augljóst hvað veldur kasti, en hjá öðrum eru sérstakir “triggers” sem geta valdið því að kast fer af stað. Líkamlegt stress er einn algengasti valdurinn. Flensur og áverkar sem valda sársauka geta valdið kasti. Að borða of sjaldan með löngu millibili og svefnleysi geta einnig valdið kasti.

Deyfingar, kuldi, mataróþol geta einnig valdið kasti þó óalgengt er. Tilhlökkun, spenna og/eða kvíði geta einnig tekið sinn toll og valdið kasti,
sama með fjölskylduvandamál og hræðslu við að veikjast.

Í flestum tilfellum er enginn einn augljós valdur þess að kast byrjar.

Greining

Cvs er greint með því að útiloka alla aðra sjúkdóma og fylgst er með einkennum og mynstri CVS sjúklinga. Í CVS kasti geta uppköst orðið 5-
6sinnum á klst sem gerist ekki vegna annara sjúkdóma og veikinda.

Meðferð

Meðferð við CVS er erfið vegna skorts á rannsóknum sem styðja eina meðferð yfir aðra. Meðferð byggist oftast á einstaklingsferli by trial and error. Annars er notast við stuðningsmeðferð. Á meðan kasti stendur er gott að bjóða sjúklingi upp á dimmt og hljótt umhverfi. Saltvatn í æð er nauðsynlegt ef sjúklingur sýnir merki um ofþornun og skal fylgjast vel með því frá upphafi kasta. Það er engin ein algild meðferð sem  virkar fyrir alla. Sumar meðferðir gagnast sumum sjúklingum vel varðandi það að fjölda og lengd kasta og ákafa þeirra, en öðrum sjúklingum alls ekki.